3.488.300 manns sóttu um atvinnuleysisbætur í Frakklandi í síðasta mánuði en það eru 27.400 fleiri en á sama tíma árið áður. Það þýðir að heildarfjöldi atvinnulausra óx um 5,8% á milli ára.

Þetta er þriðji mánuðurinn í röð þar sem atvinnuleysbótaumsóknum fjölgar á milli ára, á sama tíma og að opinberar tölur gera ráð fyrir því að hagvöxtur í Frakklandi verði aðeins 0,4% á þessu ári.

Opinberar tölur um atvinnuleysi gera ráð fyrir því að um 2,8 milljón Frakka voru atvinnulausir á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem þýðir að hlutfall atvinnulausra er 9,9%

Nánar er fjallað um málið á vef BBC.