Icelandair flutti 159 þúsund farþega í millilandaflugi í desember og voru þeir 13% fleiri en í desember á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum flutningatölum frá Icelandair Group. Yfir allt árið hafa farþegar í millilandaflugi aldrei verið fleiri hjá Icelandair en á árinu 2014. Þeir voru alls 2,6 milljónir og fjölgaði um 15% frá árinu 2013.

Seldar gistinæstur á hótelum Icelandair Group voru 12.744 í desember á síðasta ári og fjölgaði þeim um 22% frá því á árinu á undan. Yfir allt árið 2014 voru seldar gistinætur hótelanna 239.522 og fjölgaði þeim um 8% frá árinu 2013. Herbergjanýting á hótelum félagsins var 55,8% í nýliðnum desembermánuði samanborið við 45,7% í desember árið áður.