Júlímánuður hefur reynst metmánuður í farþegafjölda víðs vegar um heiminn. Met voru slegin í farþegafjölda bæði á London Heathrow flugvellinum og London Gatwick flugvellinum í Bretlandi.

Farþegafjöldi nam 6,97 milljónum í júlímánuði á Heathrow, sem er 0,5% aukning milli ára, en fleiri farþegar hafa ekki ferðast um flugvöllinn á einum mánuði í sögu flugvallarins. Í júlí var einnig met slegið miðað við einn dag en 27. júlí ferðuðust 240.000 farþegar um flugvöllinn.

Svipaða sögu var að segja um Gatwick flugvöllinn þar sem einnig var slegið farþegamet í júlí. 4,1 milljón manna lögðu leið sína um flugvöllinn í júlí, sem var 6% aukning milli ára.

Talsmenn beggja flugvalla sögðu í samtali við BBC að þessar tölur þýddu að yrði að áherslu yrði að leggja á að stækka þessa tvo flugvelli frekar heldur en aðra á svæðinu.