Næsta sumar munu 17 flugfélög leggja leið sína til Íslands. Þar á meðal eru fjögur ný félög og telur talsmaður Isavia, Friðþór Eydal, ólíklegt að svo mörg félög hafi áður lagt leið sína hingað til lands. Af þessum félögum eru fimm sem koma til með að fljúga hingað allt árið um kring.

Þrátt fyrir að flugfélögum fjölgi eykst framboð á ferðum ekki mikið. Iceland Express á nú rúmlega tíundu hverja vél frá Keflavík en síðastliðið sumar var fjórða hver vél á vegum félagsins. Flestar ferðir eru á vegum Icelandair en tvær af hverjum þremur brottförum frá Keflavíkurflugvelli nú í sumar verða á vegum félagins.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.