Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik karla í sjónvarpi eins og þegar landslið þeirra tapaði 2-0 fyrir Ghana í heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku í sextán liða úrslitum á laugardaginn. Samkvæmt frétt Bloomberg horfðu rétt tæpar fimmtán milljónir manna á leikinn sem er nýtt met hvað karlafótboltann varðar. Kvennabolti hefur verið mun vinsælli í Bandaríkjunum enda hafa þær náð góðum árangri í þeirri íþróttagrein.  Þegar bandaríska kvennalandsliðið keppti við það kínverska í úrslitum heimsmeistarakeppninnar árið 1999 voru áhorfendur tæplega 18 milljónir manna.

Svo virðist sem áhugi Bandaríkjamanna á gengi liðs síns hafi aukist eftir því sem leið á keppnina. Áhorfið jóks um 13 prósent milli leikja við Englendinga 12. júní og svo Ghana. Mesta áhorfið var í San Diego og átti það við alla leiki liðsins.