Utanríkisráðherra hefur skipað nýja stjórn Útflutningsráðs Íslands til næstu tveggja ára. Alls sitja 14 manns í stjórn ráðsins, 7 aðalmenn og 7 til vara. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur setið í stjórn Útflutningsráðs. Konur eru nú helmingur þeirra er sitja í aðal? og varastjórn ráðsins. Af þeim sex sem ráðherra skipar eru 5 konur.

Af þeim eru 4 aðalmenn og 4 til vara skipaðir samkvæmt tilnefningu hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Þeir eru: Valur Valsson, til vara Ragnar Guðgeirsson, Pétur Björnsson, til vara Margrét Kristmanns, Ólafur Daðason, til vara Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, og Hjörtur Gíslason, til vara Gunnar Tómasson.

Utanríkisráðherra skipar þrjá aðalmenn og þrjá til vara án tilnefningar. Þeir eru: Berglind Ásgeirsdóttir, til vara Katrín Pétursdóttir, Jón Karl Ólafsson, til vara Anna G. Sveinsdóttir, og Heiðrún Jónsdóttir, til vara Margrét Bóasdóttir.