Atvinnuleysi mældist 7,2% í Bretlandi undir lok síðasta árs og hafði nokkuð dregið úr því yfir árið, samkvæmt uppýsingum breskum hagstofunnar. Atvinnuleysið mældist 7,6% á þriðja ársfjórðungi. Þetta háa hlutfall atvinnuleysis merkir að 2,34 milljónir manna hafi mælt göturnar í Bretlandi og hafði þeim fækkað um 125 þúsund á milli ársfjórðunga.

Breska dagblaðið Guardian vekur athygli á því að 67,2% kvenna í Bretlandi voru á vinnumarkaði undir lok síðasta árs og hefur hlutfallið ekki verið hærra síðan mælingar hófust árið 1971.