Hagstofan greinir frá því núna í morgun að aldrei hafa verið fleiri starfsmenn og leikskólabörn á leikskólum á Íslandi heldur en desember 2014.

Starfsfólk í leikskólum fjölgaði um 3,3% frá árinu 2013 og eru nú 6.019 í 5.289. Á sama tíma voru 19.938 börn á leikskólum og hafa aldrei verið fleiri. Leikskólabörgnum fjölgaði um 225 frá desember 2013 eða um 1,1%.

Börnum sem njóta sérstaks stuðnings fjölgar einnig milli ára en í desember 2014 nutu 1.524 börn  sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, eða 7,6% leikskólabarna. Þetta er fjölgum um 324 börn frá fyrra ári eða um 27% hækkun.

Börnum af erlendum uppruna fjölgar einnig í leikskólum landsins en börnum með erlent móðurmóð hefur fjölgað úr 755 árið 2011 í 2.197 desember árið 2014.

Þrátt fyrir að starfsmönnum leikskóla fjölgaði milli ára þá fækkaði menntuðum leikskólakennurum á sama tíma. Menntaðir leikskólakennarar voru 1.836 í desember 2014 og fækkaði um 124 frá desember 2013.