Haustið 2004 eru skráðir nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi fleiri en nokkru sinni fyrr eða 40.497. Í framhaldsskóla eru skráðir 24.220 nemendur og 16.277 nemendur í háskóla. Skráðum nemendum í námi á háskólastigi hefur fjölgað um 92,0% frá haustinu 1997 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um 19,8% á sama tímabili. Konur eru umtalsvert fjölmennari en karlar eða 23.218 (57,3%) en karlar eru 17.279 (42,7%) segir í frétt frá Hagstofunni.

Nemendum í fjarnámi fjölgar jafnt og þétt og eru þeir nú talsvert fjölmennari en nemendur í kvöldskólum. Haustið 2004 stunda rúmlega 80% nemenda nám í dagskóla, rúm 12% nemenda fjarnám og rúm 7% eru í kvöldskóla.

Byggt á upplýsingum af vef Hagstofunnar.