Um 370 nýir nemendur eru skráðir í nám við Háskólann í Reykjavík á vorönn. Þar af eru um 100 skráðir í nám á frumgreinabraut og um 270 í hefðbundið háskólanám; meistara-, bakkalár- og diplómanám.

Aldrei fyrr hefur viðlíka fjöldi nýnema hafið nám við Háskólann í Reykjavík á vorönn, að  því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum.

Þar segir að skólinn hafi ákeðið í kjölfar bankahrunsins að opna dyr sínar fyrir eins mörgum nemum og unnt væri, án þess að þurfa að skerða þjónustustig skólans við aðra nemendur.

Alls bárust skólanum um 600 umsóknir um skólavist.