*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 16. febrúar 2018 15:19

Aldrei fleiri skráðir í VG

Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni en flokksmönnum fjölgaði á ný eftir úrsagnir í kjölfar stjórnarmyndunar.

Ritstjórn
Frá stofnun hafa einungis tveir formenn verið í VG, það eru þau Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir sem tók við á landsfundi Vinstri grænna í febrúar 2013.
Haraldur Guðjónsson

6010 félagar eru í dag skráðir í Vinstrihreyfinguna grænt framboð og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. 

Félögum í VG hefur fjölgað jafnt og þétt frá því í desember, en fyrir þann tíma hafði orðið nokkur fækkun frá kosningum en eins og greint var frá í fréttum var nokkuð um óánægju um stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Síðustu vikurnar hafa innskráningar tekið enn meiri kipp, eins og jafnan gerist þegar kosið er um efstu sæti á listum segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Að þessu sinni er forval í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar, en rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. 

Líf Magneudóttir, oddviti listans, er ein í boði í fyrsta sæti, en barátta er um önnur sæti á listanum og stefna flestir úr hópi ellefu frambjóðenda á þriðja og fjórða sætið. 

Frambjóðendur VG í Reykjavík kynna stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is