Einstaklingar á vanskilaskrá hafa aldrei verið fleiri en í byrjun ágúst. Þá voru samtals 26.666 manns í alvarlegum vanskilum samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Vanskil eru mest á Suðurnesjum en 16% íbúa þar sem eru eldri en 18 ára teljast í vanskilum. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið um 10%.

Í samtali við Morgunblaðið segir Samúel Ásgeir White, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo, að greiðsluvilji almennings hafi minnkað og vanskil einstaklinga aukist jafnt og þétt. Þetta sé áhugavert í ljósi þess að atvinnuleysi hafi minnkað hlutfallslega, ahgvöxtur aukist og launavísitalan hækkað. Hann segist telja að margir séu að vona að skuldir þeirra verði felldar niður eða lækkaðar.