Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands það sem af er ári samanborið við fyrri ár eða tæplega 1,5 milljón farþega. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt í heild 3,5 milljónir farþega sem er 9% meira en á sama tímabili í fyrra.

Sætanýting Icelandair nam 80,5% í september en var 81% á sama tímabili fyrir ári. Farþegum Icelandair í september fækkaði um 1% milli ára. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 18% á milli ára en skiptifarþegum um 17%. Það skýrist helst af því að Icelandair ákvað að leggja helst áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og á móti dró úr vægi skiptifarþega í leiðakerfi sínu á þessu ári, m.a. vegna brotthvarfs Wow air af markaðnum.

Á háönn sumarsins, eða frá byrjun júní og út september, fjölgaði farþegum til Íslands um 30%. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt tæplega 1,5 milljón farþega til Íslands sem er um 27% aukning milli ára.

Komustundvísi í september var 75% samanborið við 69% í september í fyrra.

Þá nam nýting á hótelum Icelandair 92% í september sem er prósentustig lægra en fyrri ári. Það sem af er ári nemur nýting hótelherbergja hjá Icelandair 82% sem er ívið betri nýting en í fyrra.