Úrskurðir í gjaldþrotamálum voru samtals 681 á síðasta ári, þar af voru úrskurðir vegna einstaklinga aðeins 115 talsins og hafa aldrei verið færri, en gjaldþrotaúrskurðir um lögaðila voru 566. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagstofunnar um starfsemi héraðsdómsstóla landsins.

Sem fyrr eru gjaldþrotamál einna fyrirferðarmest. Þeim er skipt í gjaldþrotamál einstaklinga og gjaldþrotamál lögaðila. Á tímabilinu 1993?2006 náðu gjaldþrotaúrskurðir einstaklinga hámarki á árinu 1995 og voru þá 871 talsins.

Síðan hefur þeim stöðugt fækkað og eru fæstir á árinu 2006, 115 talsins. Gjaldþrotaúrskurðir lögaðila á þessu tímabili voru hins vegar flestir á árinu 2003,  en voru í lágmarki árin 1997?1999. Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að öll árin er fjöldi krafna til héraðsdómstóla um gjaldþrotaskipti mun fleiri en úrskurðir og er mikið um að kröfur séu afturkallaðar. Á síðasta ári voru lagðar fram 350 kröfur um gjaldþrotaskipti einstaklinga en 218 voru afturkallaðar.