Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Bláa Lónið ? heilsulind en árið 2004. Heildarfjöldi gesta var 354.552 en það er 10.6% aukning á milli ára. Alls hafa 1.766.335 gestir heimsótt heilsulindina frá opnun hennar í júlí 1999. Bláa Lónið ? heilsulind er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna og á ársgrundvelli heimsækja 70% allra þeirra sem sækja Ísland heim heilsulindina.

Ein meginskýring aukinnar aðsóknar er fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands. Bláa Lónið ? heilsulind hefur einnig hlotið umtalsverða umfjöllun í fjölmiðlum á erlendum vettvangi og hefur það aukið vitund fólks og áhuga fyrir að heimsækja þessa einstöku íslensku heilsulind.

Allt frá opnun heilsulindarinnar í júlí 1999 hefur markvisst verið unnið að því að gera aðbúnað gesta enn betri og auka vöru- og þjónustuframboð. Spa svæði sem tekið var í notkun sumarið 2003 nýtur mikilla vinsælda meðal erlendra jafnt sem innlendra gesta. Þá hefur þeim gestum sem nýta sér spa meðferðir og nudd fjölgað ört.