„Það er alltaf nóg að gera,“ segir Valdís Eiríksdóttir, sem sér um starfsleyfi bílaleigbíla hjá Samgöngustofu Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að nú er 12.198 bílaleigubílar skráðir hér á landi. Þar af eru 3.092 bílar sem skráðir voru á þessu ári. Bílarnir hafa aldrei verið fleiri.

Blaðið segir erlenda ferðamenn hafa greitt 554 milljónir króna með kortum fyrir bílaleigubíla í maí samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta er 25% hækkun frá í maí í fyrra.

Þá kemur fram að bílaleigum hefur fjölgað mikið. Í dag eru 140 aðilar með starfsleyfi og hafa bílaleigurnar aldrei verið jafn margar. Valdís segir í samtali við Morgunblaðið sum fyrirtækin í minni kantinum og mikið um að sótt sé um bílaleiguleyfi samhliða annarri starfsemi í ferðaþjónustu, s.s. í tengslum við rekstur gistihúss. Hún bendir þó á að ólöglegt er fyrir aðila í ferðaþjónustu að leigja út bíla án tilskilinna bílaleiguleyfa.