Atvinnuleysi mældist 10,9% á evrusvæðinu í mars og hefur það aldrei verið meira, samkvæmt gögnum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.  Atvinnuleysið var 10,8% í febrúar og til samanburðar 9,9% fyrir ári.

Atvinnuleysistölurnar jafngilda því að 17 milljónir manna mæli göturnar innan evruríkjanna.

Atvinnuleysi er mismikið eftir ríkjum. Það er langmest í þeim ríkjum sem glíma við mesta skuldavandann, á Spáni og Grikklandi. Atvinnuleysið mælist 24,1% á Spáni en 21,7% á Grikklandi. Bandaríska stórblaðið New York Times bendir á að tölurnar frá Grikklandi miðist reyndar við janúar.