Tölvurisinn Apple tilkynnti um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi nýs reikningsárs sem lauk 31. desember eftir lokun markaða í kvöld. Hagnaður rúmlega tvöfaldaðist, eða um 118%, á milli ára og nam hann 13 milljörðum dala eða rúmum 1.600 milljörðum króna.

Hagnaður Apple hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Þetta er jafnframt fyrsti ársfjórðungur félagsins án Steve Jobs.

Tekjur og hagnaður félagsins voru mun meiri en sérfræðingar höfðu spáð. Er aðallega mikilli söluaukningu á iPhone að þakka, en salan tvöfaldaðist milli ára og seldust 37 milljónir síma á tímabilinu.

Hlutabréf Apple lækkuðu í dag um 1,84%.  Hins vegar hafa þau hækkað um heil 7,5% eftir að afkoman var birt.

Apple búðin við fimmta breiðstræti í New York.
Apple búðin við fimmta breiðstræti í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)