Velta hafi verið vel yfir væntingum og EBITDA-framlegð hærri en hún hefur verið um árabil. Greiningardeild Arion banka segir nokkra þætti skýra þennan góða árangur og bendir á að þetta gerist þrátt fyrir að þau fyrirtæki sem Össur keypti í fyrra, þar á meðal sænska fyrirtækið TeamOlmed, hafi sögulega skilað lægri framlegð en Össur. Þetta hafi m.a. skilað því að áætlun Össurar, bæði vöxtur í staðbundinni mynt og EBITDA-framlegð fyrir árið, hafi verið hækkuð um tvö prósentustig.

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hlutabréfagreiningu hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur undir að uppgjörið sé gott. Hann rifjar upp að Össuri hafi gengið brösuglega fram á mitt síðasta ár. Síðan þá hafi verið tekið til í rekstrinum og sterk fjárhagsstaða nýtt til að setja stefnuna fram á við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .