„Við erum búnir að reyna að dæla þarna, það endaði bara með því að við brutum dælurör og fleira úr skipinu. Þar er stjótjón á ferð,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri dýpkunarskipsins Dísu, í samtali við Morgunblaðið um ástandið í Landeyjahöfn. Hann segir sandinn aldrei hafa verið jafnmikinn.

„Við höfum aldrei komið að höfninni svona. Það er orðið það grunnt á rifinu sem Herjólfur siglir í gegnum fyrir utan Landeyjahöfnina að við fljótum ekki einu sinni yfir það,“ segir Óttar.