Hlutur ferðaþjónustunnar í Landsframleiðslu ársins 2015 nam 6,7%, sem er aukning frá árunum á undan, en hann var 5,6% árið 2014 og 4,9% árið 2013, og hefur vöxturinn verið örari með hverju ári frá árinu 2011. Vaxtarhraði ferðaþjónustunnar, mældur sem aukning í hlutdeild landsframleiðslu milli ára, aldrei mælst meiri en árið 2015 að því er Hagstofan greinir frá.

Þegar horft er á valröðun valinna atvinnugreinahópa í landsframleiðslu árið 2015 voru flest starfsfólk í heild- og smásöluverslun, næst í framleiðslu annarri en fiskvinnslu, síðan koma fiskveiðar og vinnsla, og loks heilbrigðis- og félagsþjónusta.

Ferðaþjónustan var næst í fimmta sæti eftir þessari valröðun, síðan kemur fjármála- og vátryggingastarfsemi, loks fræðslustarfsemi og síðast upplýsingar og fjarskipti.

Þriðjungsaukning neyslu erlendra ferðamanna

Á árinu 2015 nam neysla í ferðaþjónustu hátt í 400 milljörðum króna, sem borið saman við verðlag hvors árs, er 22% meira en árið áður. Mestu munaði um neyslu erlendra ferðamanna eða 33% frá árinu áður, en neysla innlendra ferðamanna jókst minna, eða um 5,3%.

Árið 2016 var neysla erlendra ferðamanna 360 milljarðar króna, sem er 36,7% aukning frá fyrra ári, borið saman á verðlagi hvors árs. Fjölgun ferðamanna árið 2015 nam 27%, en árið 2016 var fjölgunin 36%, en þá komu 2.159.390 ferðamenn til landsins. Þar af voru 367.459 daggestir með skemmtiferðaskipum, sem er fjölgun um 23% frá árinu 2015.