Aldrei hefur verið meiri velta í verslunum innanlands en var í nóvember síðastliðnum þegar hún nam 46 milljörðum króna að því er Vísir hefur eftir Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu.

Jafnframt var met slegið í hlutfalli netverslunar, en hún var 17% af veltunni. Það má þakka stórum afsláttardögum í mánuðinum eins og svarta föstudeginum og degi einhleypra.

„Það sem ýtir undir þetta líka er það að Covid leiddi til þess að það voru miklar fjöldatakmarkanir inni í búðunum allan nóvember þannig að gífurlega stór verslunar á þeim tíma fór fram á netinu,“ segir Andrés sem spurður er hvort þessi mikla netverslun sé einstök út af heimsfaraldrinum eða hvort sé komin til að vera.

„Þannig ég hef trú á því að þetta gangi eitthvað til baka en það liggur hins vegar alveg klárt fyrir að stærri og stærri hluti verslunar mun fara fram á netinu.[...]Það liggur hinsvegar fyrir að við höfum verið eftirbátar nágrannalanda okkar hvað það varðar. Víða í löndunum sem við berum okkur saman við, Norðurlönd og önnur nágrannalönd, þá er netverslun orðin mun stærri hluti heildarveltu á smásölumarkaði en hér“