Aldrei hefur ánægja með störf Barack Obama verið eins lítil og nú. Þetta kemur fram í skoðunarkönnun Gallup sem gerð var dagana 26-28 júlí.

Á undanförnum mánuðum hefur ánægjan með störf forsetans oft farið niður í 41% en fer í fyrsta sinn niður í 40%. Í júní var ánægjan með Obama að meðaltali 46% og hélst þannig fyrrihluta júlí.

72% demókrata eru ánægðir með forsetann en aðeins 13% repúblíkana.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.