Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
© BIG (VB MYND/BIG)
Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra sagði á Alþingi í dag að árangur ríkisstjórnarinnar hafi verið góður og benti á að síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda sé nú lokið. Erfiðu verki hafi fylgt fórnir en þær hafi verið nauðsynlegar og óumflýjanlegar.

Staðan í efnahags- og atvinnumálum er rætt á Alþingi í dag og hófu formenn flokkanna umræður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, þótti Steingrímur nokkuð harðorður í ræður sinni. Sigmundur sagðist aldrei hafa heyrt neinn mann verið jafn reiðan yfir góðum árangri.

„Forsætisráðherra lýsti því yfir að allar áætlanir hafi gengið eftir. Það hljómar undarlega fyrir þá sem búa á Íslandi," sagði Sigmundur Davíð og taldi tækifæri ekki hafa verið nýtt. Hér hafi verið til staðar nánast allar helstu forsendur fyrir aukinni fjárfestingu, meðal annars lágt gengi krónunnar og nægt vinnuafl. En hér þori enginn að fjárfesta, þar sem búið sé að breyta sköttum hundrað sinnum og sífellt sé rætt um þjóðnýtingu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að aldrei hafi sést eins áttavillt ríkisstjórn og fylgi hennar hríðfalli. Stjórnin virðist lifa til að koma einstaka málum fram, sem sé að ljúka viðræðum við ESB.

„Það er eitt sem allar óvinsælustu ríkisstjórnir hafa átt sameiginlegt á síðustu tveimur áratugum. Það er að núverandi forsætisráðherra hefur setið í þeim öllum," sagði Bjarni í lok ræðu sinnar.