Sala á BMW bifreiðum jókst um 12% í fyrra en alls seldust 1,54 milljónir bíla.

Forsvarsmenn BMW segja í tilkynningu sem þeir sendu frá sér eftir lokun markaða í gær að þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður ætli þeir að auka söluna í ár. Þetta er mesta salan í 96 ára sögu fyrirtæksins, sem var stofnað árið 1916.

Salan jókst aðeins 1% í Evrópu, sem telst mjög gott í erfiðu árferði. Gríðarleg aukning var í Kína, eða 40% og salan jókst um 33% í Rússlandi, 32% í Asíu og 14% í Bandaríkjunum.

BMW leiðir keppni þýsku lúxusbílaframleiðendana örugglega. BMW seldi 1.540.085 bíla, Audi komu næstir á eftir með 1.455.100 bíla og Mercedes Benz rekur lestina með 1.320.097 bíla selda.