*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Erlent 4. desember 2020 15:56

Aldrei setið á jafn miklu lausafé

Lausafé bandarískra fyrirtækja er í sögulegu hámarki. Á meðal þeirra fyrirtækja sem eiga hvað mest lausafé er AT&T og Delta Air lines.

Ritstjórn
Boeing 757-200 vél í eigu Delta Air Lines.
Aðsend mynd

Bandarísk fyrirtæki hafa aldrei setið á jafn miklu lausafé áður og nú. Lausafé og ígildi þess hjá bandarískum fyrirtækjum, að fjármálastofnunum undanskildum, nam 2,1 billjón dollurum í lok júní og jókst um nær þriðjung á milli ára. 

Síðasta hámark var árið 2017 þegar áðurnefnd félög voru með um tvo billjón dollara í lausafé, að því er frétt Wall Street Journal segir um málið. Fjarskiptarisinn AT&T og flugfélagið Delta Air lines eru á meðal þeirra félaga sem eiga hvað mest lausafé eða um 15 milljarða dollara.

Árið 2007 nam lausafé téðra bandarískra félaga minna en einni billjón dollara. Síðan þá hefur lausafé þeirra aukist jafn og þétt og nam 1,6 billjónum dollara árið 2015.

Gert er ráð fyrir að lausafé félaganna taki að minnka verulega á næsta ári. Einhverjar fjárfestar telja að fyrirtæki muni fjárfesta í mannauð og fjármunum fremur en að greiða niður skulir í ljósi þess hve vextir eru lágir. Enn fremur telja sumir að yfirtökur muni aukast en þær eru í sögulegri lægð nú um mundir. 

Stikkorð: Lausafé