*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Erlent 2. apríl 2021 17:01

Aldrei skilað af sér fleiri bílum

Tesla afhenti um 184.800 rafbíla til viðskiptavina á fyrsta ársfjórðungi. Hafa aldrei afhent jafn marga bíla á einum ársfjórðungi.

Ritstjórn
epa

Tesla afhenti um 184.800 rafbíla til viðskiptavina sinna á heimsvísu á fyrsta ársfjórðungi. Hefur rafbílaframleiðandinn aldrei afhent jafn marga bíla á einum ársfjórðungi, en til samanburðar voru afhendingar meira en tvisvar sinnum fleiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs heldur en í fyrra. WSJ greinir frá.

Tesla fór fram úr væntingum greiningaraðila, sem höfðu reiknað með að rafbílaframleiðandinn myndi afhenda um 168 þúsund bíla á fyrsta ársfjórðungi.

Tesla afhenti alls um 500 þúsund rafbíla á heimsvísu í fyrra og gera áætlanir félagsins ráð fyrir að afhendingar aukist um rúmlega 50% á þessu ári.

Harðnandi samkeppni á rafbílamarkaðnum er sögð helsta skýringin á því að Tesla hefur lagt mikið púður í að auka framleiðslugetu sína.

Stikkorð: Tesla