*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 21. janúar 2017 09:01

Aldursmunur

Sem fyrr er greinilegt hversu mismikið sjónvarpsmiðlarnir höfða til fólks eftir aldri, en Stöð 2 og Síminn höfða til þeirra yngri.

Ritstjórn

Hún breytist ekki mikið, staðan milli sjónvarpsstöðvanna, heilt yfir litið, þó vissulega hnikist hún eilítið til milli vikna, eftir dagskrá og viðburðum, en eins má vel greina mun eftir árstíðum.

Líkt og fyrri daginn eru yfirburðir Ríkissjónvarpsins algerir, en þegar litið er til RÚV, 365 og Símans skipta þau um 98% áhorfsins á milli sín. — Hins innlenda, mælda áhorfs: Með í þessum tölum eru ekki hinir nýju sjónvarpsmiðlar Netflix, Amazon, Apple og fleiri.

Sem fyrr er einnig greinilegt hversu mismikið sjónvarpsmiðlarnir höfða til fólks eftir aldri. Þannig höfða Stöð 2 og Síminn greinilega meira til yngri hópanna, sem auglýsendum þykja svo eftirsóknarverðir.

Stikkorð: Fjölmiðlar Stöð 2 tölfræði