Umsóknum um úrræði vegna greiðsluerfiðleika hjá embætti umboðsmanns skuldara hefur fjölgað á nýjan leik. Samkvæmt tölum embættisins bárust 1.469 umsóknir um greiðsluaðlögun frá stofnun embættisins í ágúst 2010 til ársloka.

Árið 2011 voru þær 2.269 talsins. Með batnandi efnahagsástandi fór slíkum umsóknum fækkandi og voru þær 234 árið 2015.

Greiðsluaðlögun er stærsta úrræði stofnunarinnar vegna alvarlegs skuldavanda og felur í sér endurskipulagningu á fjármálum einstaklinga til að koma jafnvægi á milli skulda og greiðslugetu. Einnig veitir embættið ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.

Í fyrra fjölgaði umsóknum um greiðsluaðlögun um tæplega fjórðung, í 290, í fyrsta skipti frá 2011. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur almennum umsóknum fjölgað um 21% milli ára, úr 338 í 410, og hafa umsóknirnar ekki verið fleiri síðan 2014.

Umsóknir um greiðsluaðlögun frá áramótum hafa ekki verið fleiri síðan 2013.

Hlutfall ungs fólks hækkar

Sé litið til greiðsluaðlögunar fjölgaði umsóknum á síðasta ári frá fólki á aldrinum 18–49 ára, en umsóknum frá öðrum aldurshópum fækkaði eða stóðu í stað. Mest var aukningin hjá ungu fólki á aldrinum 18–29 ára, úr 31 í 72.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublö ð, aðrir geta gerst áskrifendur hér .