Jacob "Kobi" Alexander, fyrrum forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Comverse Technology Inc var árið 2006 ákærður fyrir dagsetja kauprétti aftur í tímann með það að markmiði að hagnast verulega.

Alexander, sem flúði til Namibíu, hefur nú fallist á að greiða 46 milljónir dala í sekt, eða um 5 milljarða króna.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Alexander er á lista Forbes yfir 10 eftirsóttustu eftirlýstu hvítflibbaglæpamenn í heiminum.