Alexander Richter hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orkuklasa Íslands og Íslenska Jarðvarmaklasans og tekur hann við starfinu af Viðari Helgasyni, sem hefur gegnt því undanfarin 6 ár.

Alexander er lögfræðingur að mennt frá háskólanum í  Konstanz í Þýskalandi og er með MEC próf frá Dalhousie University í Kanada.

Alexander hefur margra ára reynslu innan jarðvarmageirans innanlands sem utan og hefur starfað náið með alþjóðasamtökum, fjárfestum og stjórnvöldum erlendis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann hefur unnið sem ráðgjafi ásamt því að að stýra ThinkGeoEnergy fréttavefsíðunni. Alexander er fráfarandi forseti Alþjóðlega jarðvarmasambandsins og situr í stjórn CanGEA, kanadíska jarðvarmafélagsins.