*

sunnudagur, 5. júlí 2020
Fólk 3. apríl 2020 14:05

Alexander tekur við Orkuklasanum

Alexander Richter hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orkuklasa Íslands og Íslenska Jarðvarmaklasans.

Ritstjórn
Alexander Richter, nýr framkvæmdastjóri Orkuklasa Íslands og Íslenska Jarðvarmaklasans.
Aðsend mynd

Alexander Richter hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orkuklasa Íslands og Íslenska Jarðvarmaklasans og tekur hann við starfinu af Viðari Helgasyni, sem hefur gegnt því undanfarin 6 ár. 

Alexander er lögfræðingur að mennt frá háskólanum í  Konstanz í Þýskalandi og er með MEC próf frá Dalhousie University í Kanada.

Alexander hefur margra ára reynslu innan jarðvarmageirans innanlands sem utan og hefur starfað náið með alþjóðasamtökum, fjárfestum og stjórnvöldum erlendis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann hefur unnið sem ráðgjafi ásamt því að að stýra ThinkGeoEnergy fréttavefsíðunni. Alexander er fráfarandi forseti Alþjóðlega jarðvarmasambandsins og situr í stjórn CanGEA, kanadíska jarðvarmafélagsins.