Sænska fyrirtækið Winnington, sem framleiðir meðal annars Kickup, sem í dag er selt í verslunum víða um land, hefur þróað nýja tegund munntóbaks. Þetta nýja munntóbak nefnist Epok og er hvítt að lit. Liturinn er hvítur því búið er að hreinsa venjulegt brúnt tóbak með ákveðinni aðferð. Fullyrða talsmenn fyrirtækisins að með þessu sé búið að hreinsa 90% af öllum eiturefnum úr tóbakinu, efni eins og nítrósamín og þungmálma.

Pottaska og ammoníak

Guðmundur Már Ketilsson, er eigandi Kickup á Íslandi. Hann segir Epok-tóbakið að sínu mati vera byltingarkennda nýja vöru enda í fyrsta skiptið sem munntóbak sé framleitt með þessum hætti. Hann vill fá að flytja vöruna inn og segir mikilvægustu rökin snúa að heilsufari fólks. Hann telur að íslenska neftóbakið, sem fólk notar mest sem munntóbak í dag, sé miklu heilsuskaðlegra en hreinsað tóbak. Bendir hann á að í íslenska neftóbakinu sé meðal annars að finna pottösku og ammoníak. Þessi efni séu ekki í Epok.

„Vegna þessa sendi ég fyrirspurn um að fá undanþágu til að selja Epok hérlendis og komst í samband við lögfræðing ÁTVR. Hann hefur reyndar ekki gefið mér lokasvar en miðað við þau viðbrögð sem ég fékk frá honum i tölvupósti virðist ekki vera mikill möguleiki á að ég fái að koma vörunni í sölu." Í svari sínu vísar Hafliði G. Gunnlaugsson, lögfræðingur hjá ÁTVR, í lög og segir að á grundvelli þeirra yrði „umsókn um sölu alfarið hafnað."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um velgengni Borgar brugghúss og jólabjóra þess.
  • Deilunni um Aztiq Pharma er ekki lokið.
  • Umdeild sala á bréfum Klakka.
  • Stjórnvöldum mistókst að einfalda regluverk ríkisins.
  • Viðtal við Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóra Applicon, um nýjan samstarfssamning.
  • Fjallað er um gígantíska aukningu á gagnamagnsnotkun.
  • Umfjöllun um fund um beina fjárfestingu hér á landi.
  • Eigendur Lindex á Íslandi, Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, tekin tali.
  • Ítarlegt viðtal við Björn Einarsson, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen.
  • Rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson ræðir um nýjustu bók sína.
  • Vinir til sautján ára stofna herrafataverslunina Akkeri í Kringlunni.
  • Garðar Stefánsson, nýr framkvæmdastjóri Via Health, fer úr salti í sykur.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem skrifar um eldri kjósendur.
  • Óðinn skrifar um undarlega stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans.