Franska matvælafyrirtækið Lur Berri hefur aukið hlut sinn í Alfesca úr 49,9% í 62,9%. Engir Íslendingar eiga lengur í félaginu en það var að 40% hlut í eigu Ólafs Ólafssonar, í gegnum fjárfestingafélagið Kjalar.

Greint er frá þessu á fréttasíðunni Fis.com. Fjárfestingasjóðurinn LBO France á nú 33,3% hlut í Alfesca. Nafni Alfesca hefur raunar verið breytt og heitir nú Labeyrie Fine Foods. Stjórnendur félagsins halda um 3,8% hlut.

Árleg velta Alfesca, nú Labeyrie Fine Foods, er yfir 700 milljónir evra. Starfsemi félagsins er að mestu í Frakklandi, Benelúxlöndunum, Sviss, Ítalíu og Bretlandi. Starfsmenn eru um 3.000 talsins í Frakklandi og í Bretlandi.

Kjalar átti tæplega 40% hlut í Alfescu. Hagnaður félagsins á árinu 2010 nam um 35 milljónum evra, jafnvirði um 5,6 milljarða króna. Um hálfur milljarður var greiddur í arð til hluthafa fyrir það ár.