Það ráku margir upp stór augu þegar Teymi upplýsti að hlutabréf í Alfesca myndu leika stórt hlutverk í afskráningu fyrirtækisins úr Kauphöllinni. Þegar betur er að gáð koma í ljós sterk eignatengsl.

Stoðir eignarhaldsfélag (áður FL Group) selur Teymi bréfi n í Alfesca, sem og fjármagnar viðskiptin, að því er fram kom á afkomufundi, en stærstu eigendur seljenda bréfanna eru einnig stærstu eigendur Teymis: Fjölskylda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er stærsti hluthafi Teymis og Stoða.

Fons, fjárfestingarfélag Pálma Haraldssonar, er sömuleiðis með umfangsmiklar stöður í báðum félögunum.

Tæplega 80% hluthafa hafa þegar ákveðið að eiga hluti sína í Teymi áfram að afskráningu lokinni. Um 20% eiga því eftir að gera upp hug sinn.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .