Verð á laxi hefur hækkað á erlendum mörkuðum síðustu vikur vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs framboðs, segir greiningardeild Glitnis.

Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi hefur þannig hækkað um 43% frá áramótum, en Norðmenn eru stærstu einstöku framleiðendur á eldislaxi í heiminum. Meðalverðið í síðustu viku var hátt, eða 36,5 NOK/kg. Laxaverð hefur ekki verið jafn hátt í sex ár, eða frá því í maí 2000.

?Það stefnir því í að afkoma eldisfyrirtækjanna í Noregi haldi áfram að vera mjög góð á öðrum ársfjórðungi. Hins vegar er ljóst að verðþróun á laxinum er mjög óhagstæð fyrir fullvinnslufyrirtæki sem eru háð laxaafurðum, því yfirleitt tekur nokkurn tíma að koma hækkun á hráefni inn í verð söluvöru," segir greiningardeildin.

Alfesca er eitt af þeim fyrirtækjum sem finna fyrir þessu háa laxaverði þar sem dótturfyrirtæki þess, Labeyrie, Delpierre og Vensy eru stórir kaupendur á laxi, meðal annars frá Noregi, segir Glitnir.