Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca, segir í frétt Markaðarins hugsanlegt að félagið verði afskráð. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi.

„Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur við Markaðinn.

Alfesca óskaði eftir að skrá hlutabréf sín í evrur á síðasta ári. Það hefur tafist vegna athugasemda Seðlabankans.

Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka. Því þarf að finna annan samstarfsaðila.