Alfesca hefur samið um kaup á Le Traiteur Grec (LTG) sem er stærsta fyrirtæki í Frakklandi á sviði smurrétta úr grænmeti. Kaupverðið nemur 19,7 milljónum evra miðað við skuldlaust félag.
Kaupunum, sem háð eru vissum skilyrðum, verður lokið með greiðslu reiðufjár en áætlað er að þeim verði lokið eftir endurfjármögnun samstæðunnar um miðjan júní. Fé til kaupanna fæst við endurfjármögnunina.


Xavier Govare, forstjóri Alfesca, segir kaupin á Le Traiteur Grec falla mjög vel að rekstri Alfesca. ?Sterk staða Le Traiteur Grec á markaði fyrir grænmetissmurrétti mun styrkja og tryggja stöðu á markaði sem er ört vaxandi. Samlegðaráhrif verða mikil við blini- og smurréttaframleiðslu okkar sem mun styrkja reksturinn. Auk þess munum við efla þennan þátt rekstrarins enn frekar með því að einbeita okkur að frekari vöruþróun og nýbreytni.?