Alfesca og Icelandair birta bæði uppgjör sín eftir lokun markaða á morgun.

Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans er bent á að fjórðungurinn er langmikilvægasti fjórðungur Alfesca en um 60% af EBITDA framlegð ársins verður til á tímabilinu en fjárhagsár félagsins er frá 1. júlí til 30. júní. Greiningardeild spáir því að tekjur félagsins á fjórðungnum nemi 237,9 milljónum evra og að hagnaður eftir skatta verði 19 milljónir evra, sem er betri afkoma en á sama tímabili árið 2005. Þá er gert ráð fyrir að EBITDA framlegð fjórðungsins verði 33,2 milljónir evra.

Greiningardeild Landsbankans reiknar með rekstrarbata á milli fjórða fjórðungs 2005 og 2006 hjá Icelandair Group en hagræðingaraðgerðir telja þeir að hafi gengið vel. Flugreksturinn hefur gengið vel á árinu og horfur eru áfram góðar á næsta ári, en samningar um flugvélakaup gætu skilað góðum hagnaði þegar fram líða stundir. Spá greingardeildar Landsbankans gerir ráð fyrir að tekjur félagsins verði 13.057 milljónir króna á fjórðungnum, en þeir reikna með tapi sem nemur 188 milljónum króna eftir skatta.