Vegna orðróms staðfestir Alfesca að viðræður um möguleg kaup á franska fyrirtækinu Adrimex eru vel á veg komnar, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar

Adrimex er leiðandi í vinnslu rækjuafurða í Frakklandi en sölutekjur þess námu 56,4 milljónum evra árið 2006. Viðræður um kaup á Adrimex eru í samræmi við yfirlýst markmið stjórnar Alfesca, en viðræðum aðila er ekki lokið, segir í tilkynningunni.

Alfesca mun upplýsa um nánari framvindu mála eftir því sem tilefni er til, en Alfesca sendir út tilkynninguna með samþykki Adrimex og móðurfélags þess, Groupe Adrien.