Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að Fjármálaeftirlitið njóti ekki trausts „og ég tel að það eigi að skipta um starfslið þar," sagði hún í umræðum á Alþingi í dag.

Hún gagnrýndi meðal annars hvernig FME hefði staðið að skipan í skilanefndir bankanna.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á móti að starsfólk FME ætti ekki að þurfa að sitja undir óígrundaðri umræðu um hæfi sitt og störf. Hann sagði að hjá FME hefði verið unnið mikið og gott starf. Hann treysti starsfólkinu til að vinna þar áfram.

Hann kvaðst harma að reynt væri að varpa rýrð á þau störf.

FME nýtur ekki trausts og ég tel að það eigi að skitpa um starsfflið þar.