Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands frá og með 15. ágúst. Stjórnin er skipuð til fjögurra ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en ráðherra hefur sett fyrri stjórn stofnunarinnar af.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Dagný Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, formaður (Til vara: Hólmfríður Grímsdóttir lögfræðingur.)

Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur (Til vara: Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari)

Jóhannes Pálmason, lögfræðingur (Til vara: Björg Bára Halldórsdóttir, nemi)

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður (Til vara: Ellert Schram, fyrrv. alþingismaður)

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur (Til vara: Stefán Jóhann Stefánsson, þjóðhagfræðingur)

Fyrri stjórn Sjúkratrygginga var skipuð 28. janúar 2008 skv. ákvæði til bráðabirgða við lög um heilbrigðisþjónustu.

Í tilkynningunni frá ráðuneytinu kemur fram að fyrri stjórninni hafi í í skipunarbréfi verið falið að taka þátt í undirbúningsvinnu við að koma hinni nýju stofnun á fót. Jafnframt var tilgreint var að henni yrði sett erindisbréf þegar ný löggjöf um stofnunina hefði tekið gildi.

„Lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008, þar sem kveðið er á um starfsrækslu Sjúkratryggingastofnunar, tóku gildi 1. október 2008.  Fyrrgreint erindisbréf stjórnar Sjúkratrygginga hefur þó ekki verið sett og hefur stjórnin starfað án erindisbréfs,“ segir í tilkynningunni.

„Mat heilbrigðisráðuneytisins var að tímabært væri að skipa stofnuninni stjórn til frambúðar [....]“