Alfreð Þorsteinsson, 25614
Alfreð Þorsteinsson, 25614
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafði ekki tök á að mæta á fund Úttektarnefndar um starfsemi OR á árunum 2002 til loka árs 2010 vegna langvarandi sjúkrahúslegu. Hins vegar hafði hann mikinn áhuga á að ræða við hana.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Úttektarnefndinni.

Í skýrslu nefndarinnar sem kom út í gær eru öll ummæli Alfreðs um OR höfð eftir honum úr útvarpsviðtali í spjallþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í apríl í fyrra.