Alþingi samþykkti í gær að veita fé til rannsókna á Álftafjarðargöngum. Fráfarandi þingmaður, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, mælti fyrir breytingartillögu þingmanna Norðvesturkjördæmis þess efnis. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar BB.is.

Samkvæmt vefnum hafa göngin lengi verið í umræðunni meðal Vestfirðinga og sér í lagi íbúa norðanverðra Vestfjarða en aldrei ratað inn á samgönguáætlun.

Ólína var klökk að lokinni atkvæðagreiðslu í þinginu og sagði málið hafa verið baráttumál sitt í mörg ár og baráttumál margra Vestfirðinga.

Nú sé búið að koma þessum göngum og þessari brýnu samgöngubót og umferðaröryggismáli á dagskrá.