Kostnaður skattborgara í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna sameiningar Álftaness og Garðabæjar nemur 1.214 milljónum króna, að því er kemur fram í greinargerð sem unnin var vegna sameiningarinnar. Kemur fram í greinargerð um sameininguna að aukaframlag sjóðsins til Álftaness muni nema 449 millj- ónum á árunum 2011 til 2013, framlag vegna skuldaerfiðleika muni nema 285 milljónum í ár, skuldajöfnunarframlag muni nema 450 milljónum á árunum 2012 til 2015 og framlög til endurskipulagningar á stjórnsýslu og þjónustu muni nema 30 milljónum.Við þetta bætast svo um níu milljónir frá sjóðnum til undirbúnings sameiningarinnar.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að skoða verði hvað gerist ef Jöfnunarsjóðurinn hleypur ekki undir bagga. „Þá er alvarleg hætta á því að sveitarfélagið færi í þrot. Það gæti haft umtalsverð og neikvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika og -kostnað allra annarra sveitarfélaga.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.