Fyrir rúmum mánuði var skrifað undir fjárfestingasamning stjórnvalda og líftæknifyrirtækisins Algalíf, sem er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Algalíf hyggst reisa 6.000 fermetra örþörungaverksmiðju á Ásbrú á Reykjanesi, sem mun kosta um 2 milljarða króna og skapa 30 störf. Þó bygging verksmiðjunnar verði ekki kláruð fyrr en um mitt næsta ár mun framleiðslan hefjast strax á þessu ári.

Fjárfestingarsamningurinn við Algalíf er sá sjöundi sem stjörnvöld hafa gert frá árinu 2010. Flestir samningarnir hafa fallið undir lög um nýfjárfestingar. Gildistími þeirra laga rann hins vegar út um síðustu áramót og er nú unnið að gerð nýrra rammalaga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þar sem lögin féllu úr gildi um áramótin þurfa stjórnvöld nú að samþykkja sérstök lög fyrir þetta tiltekna fjárfestingaverkefni. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í vikunni og í því kemur fram hvaða ívilnanir Algalíf fær.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .