Ráðningar- og ráðgjafaþjónustan Hagvangur tapaði tæplega 1,3 milljónum króna á síðasta ári, sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið hagnaðist um 35,1 milljón króna. Drógust rekstrartekjurnar saman um 13,6%, úr 225,8 milljónum í 195,1 milljón króna, meðan rekstrargjöldin jukust um 8%, úr 182,1 milljón í 196,8 milljónir króna.

Eigendur félagsins eru skráð til helminga þau Katrín Sigurrós Óladóttir framkvæmdastjóri og Þórir Ágúst Þorvarðarson fyrrum stjórnarformaður, en hann hefur látið af störfum. Hafa þau Sverrir Briem og Geirlaug Jóhannsdóttir komið inn í eigendahóp félagsins á þessu ári.