Sænski bílaframleiðandinn Volvo skilaði tapi upp á 304 milljónir sænskra króna, andvirði um 5,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 4,05 milljarða sænskra króna.

Velta á fjórðungnum dróst saman um ein 25% frá sama tíma í fyrra og nam 58,3 milljörðum sænskra króna.

Rekstrarhagnaður hrundi sömuleiðis, var 6,2 milljarðar sænskra króna á fyrsta fjórðungi 2012, en var aðeins 482 milljónir á sama tíma í ár.