Hagnaður Vodafone á Íslandi eftir skatta á fyrsta fjórðungi nam 135 milljónum króna og jókst um 111 milljónir milli ára. EBITDA tímabilsins nam 635 milljónum króna og hækkaði um 18% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins er nú 50%.

„Árið fer vel af stað og afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi er góð.  Tekjur hækka á milli ára, EBITDA hækkar, hagnaður eykst og fjármagnsgjöld halda áfram að lækka. Allt eru þetta jákvæð merki úr rekstrinum,“ segir Ómar Svavarsson forstjóri í tilkynningu.