Það er algjört forgangsmál að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaðinn annars eykst hættan á óðaverðbólgu og að trúin á íslenski krónuna hverfi endanlega.

Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan hefur Sunil Kapadia, hagfræðingi hjá UBS, en hann sagðir ennfremur að vandræði Íslendinga séu mikil og varla sé hægt að tala um starfandi gjaldeyrismarkað um þessar mundir hér á landi.

Hann sér fyrir sér að íslensk stjórnvöld muni tengja krónuna með einhverjum hætti við evru telur líkurnar á því að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evru hafi aukist.