*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 6. janúar 2017 09:39

Algjört metár í ferðaþjónustu

1,8 milljónir ferðamanna komu til Íslands árið 2016, sem er 40 prósentustiga fjölgun ef tekið er mið af árinu 2015.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tölur benda til þess að árið 2016 hafi verið metár í ferðaþjónustunni. Á árinu 2016 komu hátt í 1,8 milljónir ferðamanna til landsins. Það er 40% fjölgun frá árinu áður. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Í síðasta mánuði fóru 125 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð, sem er 54 þúsundum fleiri en sama mánuði árið áður. Það er 76% aukning milli ára. Frá árinu 2010 hefur fjöldi ferðamanna sexfaldast.

Metár 2017 í komu skemmtiferðaskipa

Talsvert af ferðamönnum kom einnig með skemmtiferðaskipum. Á árinu sem er nýliðið komu 114 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur - með um 99 þúsund farþega. Árið 2017 stefnir allt í að nýtt met verði slegið í komu skemmtiferðaskipa, en 134 skipakomur hafa verið bókaðar í Reykjavík og 128 þúsund farþegar verða þar um borð.

Stikkorð: Ferðamenn skemmtiferðaskip 2016 metár